Þingvellir á mörkum austurs og vesturs

Náttúrulífsmyndin um Þingvallavatn og umhverfi, sem hlotið hefur nafnið „Þingvellir – á mörkum austurs og vesturs,“ segir í myndum og máli frá því að á Þingvöllum er hátindur Atlantshafshryggjarins og þar megi sjá hvernig Ísland hefur klofnað – og það sé enn að klofna. Á Þingvöllum mætast Evrópu- og Ameríkujarðflekkarnir; hér eru austur og vestur að mætast. Þetta á jafnt við um jarðfræði svæðisins sem lífríkið hér eru því margvísleg nátturufyrirbæri sem fáir aðrir staðir geta státað sig af. Náttúran, jarðsagan, fulgalífið við vatnið og lífið í vatninu sjálfu leika stærstu hlutverk myndarinnar. Einstakar neðanvatnsmyndir eru af bleikjuafbrigðum vatnsins en það telst heimsundur að fjögur afbrigði hafa þróast í svo ungu vatni. Síðast, en ekki síst, er fylgst með mannlífinu við Þingvallavatn árið um kring.
Myndin er til sölu í Cinema No 2 á sýningartíma og í vefsölu fyrir erlendan markað hjá Shop Icelandic.

Sýningartími: 55 mínótur
Tungum l: slenska og enska
Icelandic Flag

Framleiðslu ár: 2000
Form: DVD All Region / PAL