The Eruption!

The Eruption! er mynd um eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Hún er byggð upp af lifandi myndum af gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi og hélt síðan áfram, eftir stutt hlé, í jöklinum sjálfum. Gosið var myndað af stuttu færi, sem og úr flugvél og þyrlu og svo af jörðu niðri. Meðal annars sjást í myndinni eldingar inni í miðjum gosmekkinum, hljóðbylgjur og svo öskuskýið ógurlega, sem öllum birgði sýn og stöðvaði flug víða um heim. Með því að smella á tengilinn má sjá sýnishorn úr fyrsta kaflanum, þ.e. gosið á Fimmvörðuhális Tengill á sýnishorn úr myndinni

Í lokaútgáfu myndarinnar er sérsamin tónlist Yfir myndunum, eftir Karl Olgeirsson tónlistarmann. Í lokin blandast ljósmyndir, eftir Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndara, saman við lifandi myndirnar en mynd eftir Ragnar birtist í New York Times á meðan á gosinu stóð. Í The Eruption! gefst einstakt tækifæri til að upplifa í senn ógn og fegurð eldgosa sem þessara.
The Eruption! er til sölu í Cinema No 2 á sýningartíma, í Hagkaupum og á pósthúsum. Áhugasamir, sem staddir eru í útlöndum, geta keypt myndina í gegnum vefverslunina Shop Icelandic.


Sýningartími: 14 mínútur
Tungumál: Eingöngu tónlist og fáeinir enskir skýringartextar


Framleiðsluár: 2010
Form: DVD All Region / PAL