banner

Chukotka á hjara veraldar – land Romans Abramovich

Myndin er um líf og vonir fólks á Chukotka-landsvæðinu við norðurheimskautsbaug í Síberíu, þ.e. á svipaðri breiddargráðu og Ísland. Svæðið komst í kastljósið þegar auðjöfurinn Roman Abramovich var kosinn þar landstjóri árið 2000 en landsvæðið tilheyrir Rússlandi en hefur sjálfstjórn. En hvað tengir saman og aðskilur Ísland og Chukotka? Var öðruvísi að búa þarna eystra á tímum Sovétríkjanna sálugu? Hvað breyttist með tilkomu Romans Abramovich? Eru gróðurhúsaáhrifa farið að gæta á túndrunni og taigunni? Þetta eru sumar þeirra spurninga sem nokkrir Íslendingar, undir forystu Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings og rithöfundar, leita svara við meðal fólkisins í Chukotka, bæði frumbyggja og aðfluttra. Það er von hópsins að þetta sé fyrsta heimildarmyndin í myndaröð um lífið á nokkrum stöðum við norðurheimskautsbaug, með undirliggjandi þema um tengsl Íslands og Íslendinga við samfélög og náttúru landsvæðanna.

Sýningartími: 52 mínútur
Tungumál: Íslenska


Textar: Íslenskur og enskur
Framleiðsluár: 2009
Form: DVD All Region / PAL